Spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown. Getty/ Joe Sargent Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði. NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði.
NFL Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira