Spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown. Getty/ Joe Sargent Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði. NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Sjá meira
Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði.
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Sjá meira