Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:11 Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, sem starfar í ferðaþjónustu, lét í ljós þakklæti sitt eftir að björgunarsveitir á Vestfjörðum komu honum og vinafólki hans til hjálpar á Hornströndum laust eftir miðnætti. Landhelgisgæslan Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt. Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt.
Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50
Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21