Stoltur og þakklátur eftir björgun á Hornströndum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:11 Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, sem starfar í ferðaþjónustu, lét í ljós þakklæti sitt eftir að björgunarsveitir á Vestfjörðum komu honum og vinafólki hans til hjálpar á Hornströndum laust eftir miðnætti. Landhelgisgæslan Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt. Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þrátt fyrir að þekkja fjöllin á norðanverðum Vestfjörðum eins og handarbakið á sér varð þokan til þess að Bolvíkingurinn Benedikt Sigurðsson, og göngugarpar sem voru með honum í hóp, lenti í sjálfheldu á Hornströndum í gærkvöldi. Benedikt var í gönguferð um Hornstrandir ásamt Fjólu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðingi, Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu, og eiginmanni hennar Halldóri Eiríkssyni.Sjá nánar: Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi „Þokan getur verið erfið og blekkjandi og þà sérstaklega ef maður þekkir ekki hverja þúfu, hvern stein. Sem segir manni að aldrei er of varlega farið.“Hera Björk var í hópnum sem komið var til bjargar í nótt.fbl/anton brinkÞetta skrifar Benedikt á Facebook-síðu sína í nótt eftir að björgunarsveitarmenn kom gönguhópnum til bjargar skömmu eftir miðnætti. Hann sagðist fara auðmjúkur að sofa í morgunsárið. „Var með Fjólu og vinahjónum á Hornströndum þar sem var svartaþoka og lentum við í sjálfheldu og áttum í talsverðum erfiðleikum með að finna vel færa leið. Tókum svo ákvörðun að fara niður í Furufjörð eftir áttavita sem gekk eftir. Ég reyndi margítrekað að fara uppá flesta hóla og fjöll í kringum Furufjörðinn til að láta vita af okkur með talstöð en náði ekki sambandi, var pælingin hjá okkur að gista í neyðarskýli í Hrafnsfirði,“ segir Benedikt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var í þann mund að hefja sig til flugs þegar björgunarsveitarmenn, sem komu á björgunarskipunum Kobba Láka og Gísla Jóns, náðu sambandi við göngufólkið þegar hópurinn var kominn í botn Hrafnfjarðar. „Á stundum sem þessum áttar maður sig á því hversu dýrmæta vinnu björgunarsveitir eru að vinna. Þvílíkt hvað maður er stoltur af þessum sveitum,“ segir Benedikt.
Björgunarsveitir Hornstrandir Tengdar fréttir Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50 Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Leita að týndum gönguhóp á Hornströndum Hópar björgunarsveitafólks hefur verið sent á Hornstrandir til þess að leita að týndum gönguhóp. 5. ágúst 2019 23:50
Gönguhópurinn á Hornströndum fundinn heill á húfi Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út vegna týnds gönguhóps klukkan tíu í gærkvöldi. 6. ágúst 2019 06:21