Kosið verður til þings í Póllandi 13. Október. Forseti landsins staðfesti dagsetningu kosninganna í dag en fastlega er búist við því að stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti haldi velli þökk sé miklum opinberum útgjöldum og hagvexti.
Skoðanakönnun sem birt var í síðustu viku benti til þess að Lög og réttlæti fengi 41,7% atkvæða gegn 25% kosningabandalags stjórnarandstöðunnar, Borgarabandalagið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Frjálslyndir og vinstrimenn fengju 10,2% atkvæða.
Líklegt er talið að réttindin hinseginfólks, opinberar bætur, loftmengun og orkumál verði ofarlega á baugi í kosningabaráttunni.
