Reginmisskilningur um EES-samninginn Andrés Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 07:00 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar