Tvíeggjað sverð Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ólöf Skaftadóttir WOW Air Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun