Tvíeggjað sverð Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. ágúst 2019 07:30 Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ólöf Skaftadóttir WOW Air Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu. Ferðamönnum fækkaði um 17 prósent í júlí miðað við síðasta ár. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir fall WOW dvelja ferðamenn hér lengur og hver og einn eyðir meiru. Samt berjast mörg fyrirtæki í greininni í bökkum. Umræðan vill stundum bera þann keim að í ferðaþjónustu fari mikið fyrir græðgi. Ef félög greiði sér arð sé það af hinu illa og skerði hag launafólks. Þetta er misskilningur. Afleiðingar þess að fyrirtæki skili ekki hagnaði eru að forsendur rekstursins bresta líkt og við sáum hjá WOW air. Þá missir fólk vinnuna og allir tapa. Það að fyrirtæki í ferðaþjónustu, eða öðrum atvinnugreinum, skili hagnaði ætti að vera keppikefli fyrir alla. Erlend bókunarfyrirtæki eru líklega mikilvægasti aðilinn í íslenskri ferðaþjónustu. Það sem ekki allir vita er að bókunarsíðurnar, á borð við Booking og Expedia, taka á bilinu 15 til 30 prósenta þóknun til sín af verði þeirrar þjónustu sem er keypt. Fyrirtækin starfa í langflestum greinum ferðaþjónustu á Íslandi. Borga vitaskuld hvorki skatta né skyldur hér á landi, en hafa veigamiklu hlutverki að gegna – skapa grunn svo hægt sé að skipuleggja og kaupa heilu ferðirnar með einum músarsmelli, hvar sem er á hnettinum. Bókunarfyrirtækin eru fyrirferðarmikil í gistiþjónustu. Tölur sýna að þóknanatekjur vegna gististarfsemi til bókunarþjónusta hafi verið rúmlega fimm milljarðar á síðasta ári. Bókunarfyrirtækin setja svo fyrirtækjum í gistiþjónustu ýmsa skilmála, eins og þá að geta refsað hótelum ef þau bjóða lægra verð annars staðar á netinu. Þannig verður til ákveðinn vítahringur; hálfgert ofbeldissamband. Fyrirkomulagið er tvíeggjað sverð. Bókunarþjónustur hafa þrátt fyrir allt nýst gististöðum, sérstaklega þeim minni, í að ná til viðskiptavina. Íslensku gististaðirnir þyrftu að leggja meira í markaðsstarf ef Booking nyti ekki við. Þá má spyrja sig að því hvort gistimarkaðurinn hefði verið í stakk búinn til að takast á við þá gríðarlegu aukningu ferðamanna sem varð hér á landi án liðsinnis þjónustanna sem gera nánast hverjum sem er kleift að setja upp gistiheimili, tengja sig bókunarþjónustu og á augabragði geta selt gistinótt. Hagnaður hótelanna hefur dregist saman undanfarin ár. Það má að vissu leyti rekja til uppgangs heimagistingar, á borð við Airbnb, þótt dregið hafi úr slíku á allra síðustu mánuðum. Launakostnaður er hár – hjá stærstu hótelkeðjunum á bilinu 33 til 47 prósent hlutfall af veltunni. Húsnæðið kostar svo sitt, hefðbundin vaxtagjöld og afborganir; skattar og skyldur. Það gefur augaleið að eftir miklu er að slægjast fyrir hóteleigendur að minnka umsvif bókunarþjónustanna og selja sem mest milliliðalaust. Hvernig á að fara að því er svo annað mál. Sem fyrr á sá kvölina sem á völina.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun