Hæstiréttur Ástralíu staðfestir brottrekstur embættismannsins sem tísti undir dulnefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2019 10:12 Banerji tístu um umdeilda stefnu ástralska stjórnvalda í innflytjendamálum. Vísir/Getty Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki. Ástralía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki.
Ástralía Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira