Hæstiréttur Ástralíu staðfestir brottrekstur embættismannsins sem tísti undir dulnefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2019 10:12 Banerji tístu um umdeilda stefnu ástralska stjórnvalda í innflytjendamálum. Vísir/Getty Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki. Ástralía Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki.
Ástralía Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira