Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 10:31 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Vísir/Óskar P. Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum. Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira