Langþráð reynslulausn orðin að veruleika Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 21:28 Cyntoia Brown. Vísir/AP Hinni þrítugu Cyntoia Brown var sleppt úr fangelsi í dag á reynslulausn eftir að hafa hlotið náðun frá Bill Haslam ríkisstjóra Tennessee í janúar. Hún hefur setið í fangelsi í fimmtán ár en stjörnur á borð við Kim Kardashian og Rihanna vöktu athygli á máli hennar árið 2017. Brown var aðeins sextán ára gömul þegar hún skaut Johnny Mitchell Allen til bana árið 2004. Allen, sem var 43 ára gamall, hafði borgað fyrir kynmök með henni eftir að hún var neydd í vændi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún var dæmd í í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.Sjá einnig: Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Brown hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún hafi séð Allen teygja sig undir rúmið og hélt hann væri að leita að byssu. Hún hafi því náð í byssu sem hún geymdi í veski sínu og skotið hann. Saksóknarar héldu því fram að rán hefði verið ásetningur Brown en sambýlismaður hennar hafði skipað henni að koma til baka með peninga. Ríkisstjórinn hefur sagt að mál Brown hafi verið „flókinn harmleikur“. Hún hafi framið hræðilegan glæp aðeins sextán ára gömul en lífstíðardómur hafi verið óþarflega hörð refsing. Jafnframt hafi hún tekið stórkostleg skref í átt að betra lífi en hún stundaði nám á meðan fangelsisvistinni stóð og mun ljúka bakkalárprófi fyrir árslok. Bandaríkin Tengdar fréttir Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45 Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15 Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Hinni þrítugu Cyntoia Brown var sleppt úr fangelsi í dag á reynslulausn eftir að hafa hlotið náðun frá Bill Haslam ríkisstjóra Tennessee í janúar. Hún hefur setið í fangelsi í fimmtán ár en stjörnur á borð við Kim Kardashian og Rihanna vöktu athygli á máli hennar árið 2017. Brown var aðeins sextán ára gömul þegar hún skaut Johnny Mitchell Allen til bana árið 2004. Allen, sem var 43 ára gamall, hafði borgað fyrir kynmök með henni eftir að hún var neydd í vændi af fyrrverandi sambýlismanni sínum. Hún var dæmd í í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.Sjá einnig: Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Brown hefur alla tíð haldið því fram að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hún hafi séð Allen teygja sig undir rúmið og hélt hann væri að leita að byssu. Hún hafi því náð í byssu sem hún geymdi í veski sínu og skotið hann. Saksóknarar héldu því fram að rán hefði verið ásetningur Brown en sambýlismaður hennar hafði skipað henni að koma til baka með peninga. Ríkisstjórinn hefur sagt að mál Brown hafi verið „flókinn harmleikur“. Hún hafi framið hræðilegan glæp aðeins sextán ára gömul en lífstíðardómur hafi verið óþarflega hörð refsing. Jafnframt hafi hún tekið stórkostleg skref í átt að betra lífi en hún stundaði nám á meðan fangelsisvistinni stóð og mun ljúka bakkalárprófi fyrir árslok.
Bandaríkin Tengdar fréttir Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45 Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15 Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Konan sem myrti nauðgara sinn látin laus úr fangelsi Bill Haslam, ríkisstjóri Tennessee, hefur náðað hina þrítugu Cyntoia Brown sem sat inni fyrir að myrða mann sem keypti hana eftir að hún var seld í vændi 7. janúar 2019 18:45
Konan sem myrti nauðgara sinn og stjörnurnar vilja fá lausa úr fangelsi Cyntoia Brown var sextán ára gömul þegar hún myrti mann sem keypti hana þegar hún var seld í vændi. 29. nóvember 2017 14:15
Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. 30. maí 2018 21:31