Spitfire-orrustuvélin lent í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 17:00 Spitfire-vélin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Friðrik Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18
Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06
Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48