Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 18:41 Javid fjármálaráðherra hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. Vísir/EPA Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagkerfi Bretlands dróst saman um 0,2% á milli apríl og júní en það er í fyrsta skipti sem samdráttur verður frá árinu 2012. Fjármálaráðherra landsins segist engu að síður ekki telja að kreppa sér yfirvofandi. Tölur bresku hagstofunnar komu á óvart en hagfræðingar áttu frekar von á stöðnun en samdrætti. Gengi pundsins veiktist í kjölfarið og hefur það ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadollara í 31 mánuð og gagnvart evrunni í tvö ár. Samdrátturinn er rakinn til minni framleiðslu og veikingar í byggingariðnaði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hagstofan segir að landsframleiðslan í ár hafi verið sérstaklega hviklynd, meðal annars vegna þess að upphaflega ætluðu Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu í lok mars. Framleiðendur höfðu komið sér upp birgðum fyrir útgöngudaginn og jókst framleiðsla á meðan. Sajid Javid, fjármálaráðherra, segir að þrátt fyrir samdráttinn spái enginn kreppu á Bretlandi. Undirstöður breska hagkerfisins séu enn sterkar. „Þetta eru krefjandi tímar í hagkerfi heimsins og hægt hefur á vexti í mörgum löndum,“ segir Javid. Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndir demókratar kenna aftur á móti vandræðagangi ríkisstjórnar Íhaldsflokksins í kringum útgönguna úr Evrópusambandinu um samdráttinn, ekki síst hótunum Boris Johnson, forsætisráðherra, um að draga landið út án samnings.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58