Yfirdráttur Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun