Öndin Búkolla hegðar sér eins og hundur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. júlí 2019 07:00 Öndin Búkolla er mikill gleðigjafi fjölskyldunnar. mynd/Ragnheiður Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar skráningar andláta vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Búkolla er æðarkolla og þaðan kemur hið sérstaka nafn sem flestir þekkja úr ævintýrinu. Vinkona Ragnheiðar og Geirs á varpland nálægt Flateyri og þaðan kom Búkolla. Þau tóku hana að sér síðasta haust eftir að köttur hafði slitið væng hennar og gert hana ófleyga. „Hún er gæf enda hefur hún alist upp með tveimur hundum. Það gerir það að verkum að hún hegðar sér að miklu leyti eins og hundur,“ segir Ragnheiður. „Ef hún er í stuði þá hleypur hún eftir dóti sem við rennum eftir gólfinu og nartar í það. Ef Búkolla fengi að ráða þá myndi hún aðeins éta hundamat.“ Búkollu kemur ágætlega saman við hina hundana og stjórnar þeim að miklu leyti. Ef Búkolla á slæman dag stuggar hún þeim í burtu og þeir halda sinni fjarlægð. Ragnheiður segir að Búkolla sé mjög hænd að heimilisfólkinu og að hún geri sér mannamun. „Ef við sitjum í sófanum þá kemur hún vappandi að og hættir ekki að pikka í sófann fyrr en maður tekur hana upp. Hún vill kúra hjá okkur en þess á milli á hún sitt horn sem henni finnst gott að vera í.“ Þó að Búkolla hafi lært ýmislegt af hundunum þá ver hún ekki heimilið þegar barið er að dyrum. Hún er engu að síðu mjög forvitin og vill sjá ef gesti ber að garði. Sumir vilja meina að hægt sé að temja eða þjálfa endur. Ragnheiður segir að þau hafi ekki látið reyna á það. Það yrði of erfitt og tímafrekt. Fjölskyldan á heimili í Norðlingaholti og Búkolla ferðast með þeim milli landshluta. Á báðum stöðunum fer fjölskyldan með hana í sund en óttast það ekki að hún skili sér ekki til baka. „Hún syndir alveg töluvert langt út á sjó, hittir aðra fugla en fylgist alltaf með okkur og kemur svo syndandi til baka,“ segir Ragnheiður. „Við þekkjum kallið hennar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ísafjarðarbær Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir skoðar skráningar andláta vegna bóluefnis við kórónuveiru Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira