Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:30 Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum. Myndin er frá þrumuveðri sem gekk yfir England. Vísir/getty Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn. Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. Veðurfræðingur segir að svo öflugt þrumuveður verði sjaldan á Íslandi. Ástandið í nótt minni einna helst á þrumuveður í útlöndum. Enn mælast eldingar það sem af er morgni en búist er við að þrumuveðrið gangi niður í dag. Þrumuveðrið byrjaði á Suðaustur- og Austurlandi, þar sem það lét til sín taka í nótt. Þá hafa mælst eldingar suður með landinu í morgun og fyrir norðan Vatnajökul. Ekki er útilokað að einhverjar eldingar nái niður í Eyjafjörð með morgninum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að Austurland sé nú laust við þrumuveðrið. „Þrumuveðrið var öflugt í nótt en ég held þetta sé að klárast. Það hafa verið að mælast eldingar á Norðvesturlandi en þær eru ekki að mælast á Austurlandi eins og er.“ Hundruð eldinga mældust í nótt og segir Haraldur það vissulega óvenjulegt. „Það gerist sjaldan á Íslandi. Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður.“ Engar tilkynningar um þrumuveðrið hafa borist Veðurstofunni það sem af er morgni. Þá gerir Haraldur ráð fyrir að þrumu- og skúraveðrið gangi yfir í dag en ágætisspá er í kortunum restina af vikunni.Það er von á góðu veðri það sem eftir lifir viku.Vísir/vilhelmÁfram hlýtt og rofar til á morgun Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að í dag verði áfram hlýtt loft yfir landinu. Þá má búast við skúrum við suðurströndina en sólarglennum vestan- og norðantil. Á Austfjörðum er enn þá þokuloft eða súld en heldur léttara yfir inn til landisns. Á morgun verður áfram hlýtt en einnig útlit fyrir að rofi til víðast hvar á landinu. Í dag verður jafnframt vaxandi austanátt, víða 5-15 m/s og eru ferðalangar hvattir til að hafa varann á. „Hvassast verður undir Eyjafjöllum og í Öræfum en ekki ólíklegt að vindur geti einnig náð sér á strik á fjallvegum á Vestfjörðum. Ferðalöngum með aftanívagna og þeim sem eru á húsbílum er bent á að fylgjast vel með veðurathugunum, vindhviður geta náð 25 m/s, sem getur í sumum tilfellum reynst hættulegt farartækjum sem taka á sig mikinn vind,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austan 5-10 m/s, en 10-15 við suðurströndina. Víða léttskýjað, en dálítil væta syðst um morguninn og og þokubakkar við austurströndina. Hiti 15 til 23 stig, en 10 til 15 austanlands. Á fimmtudag:Austlæg átt 3-8 og bjart veður, en skýjað og dálítil súld á annesjum austanlands. Hiti víða 15 til 20 stig að deginum, en svalara við norðausturströndina. Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt eða hafgolu. Bjart með köflum, hlýtt í veðri og líkur á stöku síðdegisskúrum, en þokuloft við norður- og austurströndina. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuHæg breytileg átt en austan 5-10 seint í dag. Skýjað með köflum og stöku skúrir léttir til á morgun. Hiti 16 til 21 stig yfir daginn.
Veður Tengdar fréttir Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vara við þrumuveðri í kvöld og nótt Hlýtt loft hefur gengið yfir landið í dag en líkur eru á kaldara lofti í kvöld sem getur myndað óstöðugleika sem veldur þrumum og eldingum. 29. júlí 2019 14:46