A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:16 A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, sést hér grænklæddur á skissu teiknara úr dómsal frá því í morgun. Vísir/AP Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30