Hannes hefur engar áhyggjur af útgáfunni: „Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:12 Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hefur áður gefið út bók um Engeyingaættina. Í haust gefur hann út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, háskólaprófessor. samsett mynd „Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent