Ætlaði að fljúga með WOW fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 17:48 WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðins. vísir/vilhelm Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi. Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru síðan lággjaldaflugfélagið WOW air tilkynnti um rekstrastöðvun og var tekið til gjaldþrotaskipta, eins og flestum Íslendingum, og jafnvel fleirum, hefur lengi verið ljóst. Fjölmiðlar víða um heim greindu frá gjaldþrotinu og hrakningar ferðalanga fóru hátt á samfélagsmiðlum. Þó virðast ekki allir sem bókað höfðu flug með félaginu hafa verið með á nótunum þegar kemur að gjaldþrotinu. Ferðalangur nokkur, sem á Facebook gengur undir nafninu Emily Hall, greinir frá því í hópi fyrir viðskiptavini félagsins að hún hafi í gær ætlað sér að fljúga frá Stokkhólmi til heimaborgar sinnar, Toronto. Hennar hafi hins vegar ekki beðið flug, heldur aðeins síðbúnar fréttir af falli félagsins. „Ég er eins og stendur stödd á flugvellinum í Stokkhólmi, til þess eins að komast að því að flugið mitt til Toronto (þar sem ég bý) er ekki lengur til,“ skrifar Hall í Facebook-hópnum sem stofnaður var skömmu eftir gjaldþrot WOW. Segist Hall hafa þurft að kaupa annan flugmiða fyrir 1500 Kanadadali, eða um 140 þúsund krónur, til þess að komast aftur til síns heima, þar sem hún þyrfti að mæta til vinnu daginn eftir. „Ég er mjög hissa, þar sem ég var ekki látin vita í gegn um tölvupóst eða með öðrum hætti. Það er afar ófagmannlegt að láta fjölmiðla um það að koma slíkum skilaboðum áleiðis. Ég hafði í alvörunni ekki hugmynd.“ Í athugasemdum við færslu Hall furða margir sig á því að fréttirnar af falli WOW hafi hreinlega getað farið fram hjá henni, þar sem fjölmiðlar um víða veröld hafi fjallað um málið. Eins var henni bent á að almennt tíðkaðist ekki að starfsfólk gjaldþrota fyrirtækja héldi áfram að vinna fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þannig hafi reynst erfitt að senda tilvonandi ferðalöngum tölvupósta um fall félagsins. Í svörum við athugasemdum segist Hall hreinlega klóra sér í höfðinu yfir því hvernig jafn stórar fréttir og þessar hafi getað farið fram hjá henni. „En, hér er ég,“ segir Hall sem segist jafnframt hafa lesið fréttir af falli WOW sér til dægrastyttingar meðan hún beið eftir nýju flugi.
Fréttir af flugi Kanada Samfélagsmiðlar Svíþjóð WOW Air Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira