Olíuleki í Hvalfirði: „Við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans“ Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2019 20:25 Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins. Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Betur fór en á horfðist eftir að tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt með þeim afleiðingum að olía tók að leka úr vagninum innst í Hvalfirði, nánar tiltekið við Hvammsvík, rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. Engin slys urðu á fólki. Í tengivagninum var rafgeymir sem verið var að flytja, og um sex þúsund lítra olíutankur sem tók að leka eftir að vagninn valt. Þórður Bogi Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir útlitið á vettvangi hafa verið ansi svart um tíma. „Það lak svolítið í lækinn sem er hérna fyrir neðan og við lokuðum bara af vettvanginn. Við komumst inn í gáminn fljótlega og sáum að mestur lekinn var úr aftasta hluta gámsins,“ segir Þórður. Hann segir að neistað hafi af rafgeyminum þegar vagninn var reistur við með krana. „Þannig að við vorum dálítið hræddir um að allt myndi fara til andskotans því það var eldsneytislekinn, gufur frá honum og þessi neistamyndum þegar við lyftum gámnum.“ Hann segir mikla hættu hafa verið á vettvangi um tíma. Hann segir að með aðstoð Olíudreifingar hafi þó gengið prýðilega að reisa gáminn aftur við. Hann segir að unnið sé að því að sjúga upp þá olíu sem lak, eins verði öðru mokað upp. „Þetta er búið að vera bara gott samstarf allra aðila.“ Þórður segir bæði Heilbrigðiseftirlitinu sem og Umhverfisstofnun hafa verið gert viðvart um málið. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar séu þegar komnir á vettvang til þess að meta umhverfisáhrif lekans. Eins segist Þórður ekki eiga von á því að lekinn muni hafa varanleg áhrif á umhverfið. „Það er ekki kominn neinn flekkur í sjóinn hérna fyrir neðan. Við stífluðum strax þegar við komum á staðinn, þá mokuðum við fyrir ræsið. Þannig að ég held að það hafi komið í veg fyrir að það færi meira út í. En eitthvað hefur eflaust lekið,“ segir Þórður sem segist jafnframt ekki eiga von á því að þjóðvegurinn um Hvalfjörð verði lokaður lengi vegna óhappsins.
Kjósarhreppur Slökkvilið Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Olíuleki eftir að tengivagn valt í Hvalfirði Tengivagn slitnaði frá vörubíl og valt í Hvalfirði, innst við Hvammsvík rétt fyrir klukkan 18 í kvöld. 30. júlí 2019 18:27