Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 22:05 Rocky hefur verið í haldi í tæpan mánuð. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka, hvers hlutverk er almennt að sjá um málefni bandarískra ríkisborgara sem teknir hafa verið sem gíslar, til Svíþjóðar. Er honum ætlað að fylgjast með réttarhöldunum yfir rapparanum A$AP Rocky, sem grunaður er um að hafa framið líkamsárás í Stokkhólmi í lok síðasta mánaðar. Erindrekinn, Robert O‘Brien, sást fyrr í dag í réttarsal í dómshúsi í Stokkhólmi þar sem rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, var leiddur fyrir dómara. Guardian greinir frá þessu. Talskona bandaríska sendiráðsins í Svíþjóð, Ruth Newman, segir O‘Brien hafa verið sendan til Svíþjóðar „til þess að fylgjast með velferð bandarískra ríkisborgara,“ en hún segir það vera helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar. Réttarhöld yfir rapparanum hófust í dag. A$AP Rocky er gefið að sök að hafa, ásamt tveimur öðrum mönnum, ráðist á 19 ára karlmann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn. Hann hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun júlí. Í Svíþjóð tíðkast ekki að sakborningum sé sleppt gegn tryggingu, og því hefur A$AP Rocky verið í varðhaldi síðan hann var handtekinn í byrjun júlí. Gert er ráð fyrir að réttað verði yfir A$AP Rocky næstu tvo daga, en á fimmtudag, síðasta degi réttarhaldanna, verða vitni í máli hans og hinna tveggja sakborninganna leidd fyrir dómara.Vel þekktir verndarenglar vaka yfir Rocky Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ötull talsmaður þess að A$AP Rocky verði veitt frelsi. Hann hefur þó nokkrum sinnum tíst um prísund rapparans og telur ósanngjarnt að honum sé haldið í varðhaldi. Eins hefur forsetinn átt í samskiptum við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, til þess að reyna að liðka fyrir því að A$AP Rocky fái að ganga laus. Þær tilraunir forsetans hafa þó ekki borið árangur, þar sem Löfven sagðist ekki geta blandað sér í dómsmál í Svíþjóð, og má merkja nokkra kergju hjá Trump vegna þess. Hefur hann meðal annars tíst um að Bandaríkin „geri svo mikið fyrir Svíþjóð, en það virki greinilega ekki þannig í hina áttina.“ Trump hefur líka tíst á þá leið að Svíþjóð sé hreinlega að bregðast samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna með því að sækja rapparann til saka, en A$AP Rocky er einmitt dökkur á hörund. Ekki liggur ljóst fyrir hvað forsetinn átti nákvæmlega við með þeim orðum sínum eða þá hvers lags ábyrgð hann telur Svíþjóð bera gagnvart samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna. Forsetinn er þó ekki eina frægðarmennið sem hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að aðstoða A$AP Rocky. Kim Kardashian, Justin Bieber og Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy, Puffy eða Diddy, hafa öll kallað eftir því að rapparanum verði sleppt. Eins hefur myllumerkið #JusticeForRocky (#RéttlætiFyrirRocky) farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka, hvers hlutverk er almennt að sjá um málefni bandarískra ríkisborgara sem teknir hafa verið sem gíslar, til Svíþjóðar. Er honum ætlað að fylgjast með réttarhöldunum yfir rapparanum A$AP Rocky, sem grunaður er um að hafa framið líkamsárás í Stokkhólmi í lok síðasta mánaðar. Erindrekinn, Robert O‘Brien, sást fyrr í dag í réttarsal í dómshúsi í Stokkhólmi þar sem rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, var leiddur fyrir dómara. Guardian greinir frá þessu. Talskona bandaríska sendiráðsins í Svíþjóð, Ruth Newman, segir O‘Brien hafa verið sendan til Svíþjóðar „til þess að fylgjast með velferð bandarískra ríkisborgara,“ en hún segir það vera helsta hlutverk utanríkisþjónustunnar. Réttarhöld yfir rapparanum hófust í dag. A$AP Rocky er gefið að sök að hafa, ásamt tveimur öðrum mönnum, ráðist á 19 ára karlmann í Stokkhólmi þann 30. júní síðastliðinn. Hann hefur verið í varðhaldi síðan í byrjun júlí. Í Svíþjóð tíðkast ekki að sakborningum sé sleppt gegn tryggingu, og því hefur A$AP Rocky verið í varðhaldi síðan hann var handtekinn í byrjun júlí. Gert er ráð fyrir að réttað verði yfir A$AP Rocky næstu tvo daga, en á fimmtudag, síðasta degi réttarhaldanna, verða vitni í máli hans og hinna tveggja sakborninganna leidd fyrir dómara.Vel þekktir verndarenglar vaka yfir Rocky Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ötull talsmaður þess að A$AP Rocky verði veitt frelsi. Hann hefur þó nokkrum sinnum tíst um prísund rapparans og telur ósanngjarnt að honum sé haldið í varðhaldi. Eins hefur forsetinn átt í samskiptum við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, til þess að reyna að liðka fyrir því að A$AP Rocky fái að ganga laus. Þær tilraunir forsetans hafa þó ekki borið árangur, þar sem Löfven sagðist ekki geta blandað sér í dómsmál í Svíþjóð, og má merkja nokkra kergju hjá Trump vegna þess. Hefur hann meðal annars tíst um að Bandaríkin „geri svo mikið fyrir Svíþjóð, en það virki greinilega ekki þannig í hina áttina.“ Trump hefur líka tíst á þá leið að Svíþjóð sé hreinlega að bregðast samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna með því að sækja rapparann til saka, en A$AP Rocky er einmitt dökkur á hörund. Ekki liggur ljóst fyrir hvað forsetinn átti nákvæmlega við með þeim orðum sínum eða þá hvers lags ábyrgð hann telur Svíþjóð bera gagnvart samfélagi þeldökkra Bandaríkjamanna. Forsetinn er þó ekki eina frægðarmennið sem hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að aðstoða A$AP Rocky. Kim Kardashian, Justin Bieber og Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, P. Diddy, Puffy eða Diddy, hafa öll kallað eftir því að rapparanum verði sleppt. Eins hefur myllumerkið #JusticeForRocky (#RéttlætiFyrirRocky) farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53 A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. 23. júlí 2019 09:29
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð 25. júlí 2019 22:53
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30