Innfluttu íslenzku blómin Ólafur Stephensen skrifar 31. júlí 2019 07:00 Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar