Allt stefnir í verkfall hjá flugmönnum British Airways Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 12:25 British Airways flýgur fimm sinnum í viku til Íslands yfir vor- og sumarmánuðina. Vísir/getty Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. BBC greinir frá. Þann 22. júlí síðastliðinn samþykkti meirihluti félagsmanna að farið yrði í verkfall eftir að þriggja daga kjarasamningaviðræður fóru út um þúfur. Flugmönnunum bauðst 11,5 prósent launahækkun yfir þriggja ára tímabili. Félagsmenn í öðrum flugmannasamtökum sem voru í samfloti með BALPA í viðræðunum tóku tilboðinu. Forsvarsmenn BALPA höfnuðu því hins vegar með þeim rökum að félagsmenn ættu skilið hærri launahækkun sökum góðrar afkomu flugfélagsins. Eftir að félagsmenn samþykktu að farið yrði í verkfall reyndi British Airways að fá lögbann á verkfallsaðgerðir, án árangurs og því lítið sem ekkert sem stendur í vegi fyrir því að flugmenn samtakanna fari í verkfall. Tilkynna þarf þó dagsetningar fyrirhugaðra verkfallsaðgerða með 14 daga fyrirvara og enn sem komið er hefur tilkynning um verkfall ekki borist British Airways. Því er ekki víst hvenær verkfallsaðgerðir hefjast, verði af þeim. Búist er þó við því að það verði í ágúst sem er einn mikilvægasti mánuðurinn í rekstri British Airways, enda fjölmargir á ferð og flugi í tengslum við sumarfrí og annað. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30 British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að flugmenn í Flugmannafélagi British Airways (BALPA) muni fara í verkfall síðar í sumar eftir að áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði í dag beiðni flugfélagsins um að setja lögbann á fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. BBC greinir frá. Þann 22. júlí síðastliðinn samþykkti meirihluti félagsmanna að farið yrði í verkfall eftir að þriggja daga kjarasamningaviðræður fóru út um þúfur. Flugmönnunum bauðst 11,5 prósent launahækkun yfir þriggja ára tímabili. Félagsmenn í öðrum flugmannasamtökum sem voru í samfloti með BALPA í viðræðunum tóku tilboðinu. Forsvarsmenn BALPA höfnuðu því hins vegar með þeim rökum að félagsmenn ættu skilið hærri launahækkun sökum góðrar afkomu flugfélagsins. Eftir að félagsmenn samþykktu að farið yrði í verkfall reyndi British Airways að fá lögbann á verkfallsaðgerðir, án árangurs og því lítið sem ekkert sem stendur í vegi fyrir því að flugmenn samtakanna fari í verkfall. Tilkynna þarf þó dagsetningar fyrirhugaðra verkfallsaðgerða með 14 daga fyrirvara og enn sem komið er hefur tilkynning um verkfall ekki borist British Airways. Því er ekki víst hvenær verkfallsaðgerðir hefjast, verði af þeim. Búist er þó við því að það verði í ágúst sem er einn mikilvægasti mánuðurinn í rekstri British Airways, enda fjölmargir á ferð og flugi í tengslum við sumarfrí og annað.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36 Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30 British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins. 8. júlí 2019 08:36
Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum. 20. júní 2019 23:30
British Airways fækkar ferðum til Íslands í vetur Á komandi vetri verða ferðirnar sjö á viku yfir alla vetrarmánuðina. 26. júlí 2019 15:59