Ekkert eftir nema rjúkandi rústir Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 12:58 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi nú eftir hádegi. Vísir/Frikki Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Helmingur húsnæðisins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er þar nær ekkert eftir nema rjúkandi rústir. Enn er unnið að því að slökkva í síðustu glæðunum.Sjá einnig: „Það er allt farið“ Um fimmtán slökkviliðsmenn voru enn að störfum á vettvangi brunans nú skömmu fyrir klukkan eitt. Þeir hafa síðustu klukkutímana farið í gegnum brakið og slökkt í glæðum og minniháttar eldum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Ekki er búið að gefa það út að eldurinn hafi verið formlega slökktur en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram í nokkra klukkutíma í viðbót. Varðstjóri segir vindáttina nú að snúast og gæti reykur úr rústunum því borist yfir nærliggjandi fyrirtæki sem hingað til hafa sloppið við reykinn.Húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja í hinum enda hússins slapp tiltölulega vel úr eldsvoðanum. Enn þá á þó eftir að meta hversu mikið tjón hlaust þar af brunanum.Vísir/FrikkiSvæðinu við Fornubúðir og nærliggjandi götum var lokað þegar eldurinn kom upp. Lokunin er enn í gildi en ekki er ljóst hversu lengi hún mun standa yfir. Þá er ekkert enn útséð með eldsupptök en lögregla fær vettvanginn afhentan þegar slökkvistarfi lýkur. Komið hefur fram að starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins sem varð eldi að bráð í nótt, þó að ljóst þyki að einhverjar reyk- og hitaskemmdir hafi orðið þar. Altjónið varð í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core voru með starfsemi. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ekkert væri eftir af starfseminni eftir eldsvoðann. Tjónið væri þannig gríðarlegt fyrir fyrirtækið.Í spilaranum hér að neðan má sjá myndir og myndbönd af framvindu brunans frá því eldsnemma í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20