„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. júlí 2019 19:00 Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði segir að nýjast skýrsla Fitch Rating spái stöðnun í efnahagslífinu á árinu en ekki samdrætti. Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur. Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Síðustu mánuði hafa greiningar-og fjármálastofnanir spáð nokkurri niðursveiflu í hagvexti hér á landi og þar er mest spáð um tæplega tveggja prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Fitch Ratings kemur er hins vegar spáð stöðnun en ekki samdrætti. Þar kemur enn fremur fram að íslenskt efnahagslíf sterkt, hér séu sterkir innviðir, há laun, mikill mannauður og lánshæfi ríkissjóðs er metið í A-flokki. Veikleikar kerfisins felist hins vegar í litlu efnahagskerfi og einhæfum útflutningi og sveiflur þar geti haft meiri áhrif á efnahagslífið en í stærri og fjölbreyttari hagkerfum eins og fall WOW air, loðnubresturinn á árinu og kyrrsetning Boeing-véla Icelandair hafi sýnt. Fall WOW air hafi hins vegar ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir og strax á næsta ári er spáð hagvexti á ný. Þórólfur G. Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir skýrsluna frekar jákvæða. „Þetta er ekki svartnættisskýrsla heldur þvert á móti það er verið að halda svona vel í horfinu í efnahagslífinu,“ segir Þórólfur. Þá virðist fall WOW air frekar hafa komið niður á erlendum fyrirtækjum. „Skuldir vegna falls WOW air virðast hafa komið niður á öðrum aðilum en innlendum að greiða. Við höfum kannski verið svolítið flink í að koma slæmum áföllum yfir á útlendinga,“ segir Þórólfur. Álit útlendinga á innviðum sé stundum annað en hjá heimamönnum. Til að mynda sé sérstaklega nefnt í skýrslunni að hér séu sterkir innviðir. „Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar það er horft er á það utanfrá en þegar við lítum á það sjálf og sjáum ekkert nema svartnætti í hverju horni,“ segir Þórólfur. Þórólfur nefnir hins vegar að ekki komi fram í skýrslunni spá um hver áhrif lokunnar kerskála í Álverinu í Straumsvík hafi mögulega á tekjutap hjá Landsvirkjun og þá hagvöxtinn. „Það getur haft áhrif á spánna ef það dregst að opna kerskálann,“ segir Þórólfur.
Efnahagsmál WOW Air Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði