Kveðjuræðan Davíð Stefánsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun