Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2019 07:30 Katerina Parouka nýtur þess að vera í tjaldinu, en þar hyggst hún búa fram í október. Fréttablaðið/Stefán „Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Ég er búin að vera hérna í næstum því mánuð og þetta er mjög fínt, eiginlega bara algjört ævintýri,“ segir Katerina Parouka, háskólanemi frá Grikklandi. Hún býr í tjaldi í Laugardalnum ásamt kærasta sínum. „Við erum búin að vera allan tímann í tjaldinu og verðum fram á haust. Förum aftur heim í október,“ segir Katerina sem kveðst vel geta hugsað sér að búa lengur á Íslandi. „En ég er að fara að útskrifast úr íþróttafræði í háskóla á Grikklandi, svo kannski komum við bara aftur á næsta ári og reynum að vera lengur.“ Bæði Katerina og kærastinn eru að vinna á Íslandi í sumar en langar að ferðast um landið og skoða náttúruna áður en þau fara aftur til Grikklands. „Ég er að vinna sem þerna á Center Hotel hér í borginni og líkar vel. Við höfuð skoðað borgina í þaula og þetta er frábær borg en okkur langar að sjá meira. Til dæmis Bláa lónið.“Katerina Parouka.Fréttablaðið/StefánKaterina og kærasti hennar hafa komið sér vel fyrir í Laugardalnum. Tjaldið er vel útbúið og heimilislegt. „Þá daga sem ég er að vinna mæti ég klukkan átta og vinn til klukkan fjögur, kærastinn minn kemur svo heim og eldar fyrir mig. Svo bara höfum við það huggulegt, horfum kannski á mynd í símanum og förum að sofa.“ Þegar Fréttablaðið hitti Katerinu var hún í fríi og naut þess að slaka á í tjaldinu. „Ég ætla bara að nýta daginn í að slaka á. Nýt þess að hvíla mig í tjaldinu og svo er ég hérna með húllahring sem ég elska að leika mér með,“ segir hún og hlær. Einstaklega gott veður hefur verið í borginni í sumar og segist Katerina ekki vera kvíðin kuldanum sem fylgir haustinu hér á landi. „Við vitum að það verður kalt en ætlum bara að sjá hversu kalt, svo þangað til að það verður of kalt þá verðum við í tjaldinu,“ segir hún. „Við erum vel búin, með fullt af hlýjum förum og svefnpokum svo ég held að þetta ætti að vera í lagi, okkur hefur að minnsta kosti ekki orðið kalt hingað til,“ segir Katerina.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira