Reyna að bjarga togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2019 08:37 Togarinn Orlik hefur legið við höfn í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Hér sést Orlik úr lofti fyrir miðju á mynd. Vísir/Vilhelm Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm Reykjanesbær Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Mikill leki kom upp í togaranum Orlik, sem legið hefur við bryggju í Njarðvík í um fimm ár, í gærkvöldi. Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í nótt þar sem reynt er að forða því að togarinn sökkvi. Greint er frá málinu á vef Víkurfrétta. Í frétt Víkurfrétta segir að Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar hafi fyrstur orðið var við að Orlik væri að sökkva. Haft er eftir Sigurði að hann sé kunnugur skipinu, hafi haft með því eftirlit og kannað aðstæður um borð í síðustu viku. Þá hafi verið allt með felldu. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafna segir í samtali við Vísi að búið sé að ná tökum á ástandinu. Þannig sé búið að finna gatið sem olli því að sjór komst í skipið og loka því en togarinn er afar ryðgaður og illa farinn. Töluverður viðbúnaður var á vettvangi í nótt að sögn Halldórs en á vef Víkurfrétta segir að starfsmenn Reykjaneshafnar hafi verið kallaðir til, auk þess sem fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fylgist með aðgerðum við höfnina. Dregin hefur verið mengunarvarnargirðing umhverfis skipið, sem Halldór segir að muni koma í veg fyrir að olía sem leki úr skipinu dreifi sér. Hann býst við því að aðgerðum í höfninni ljúki eftir nokkrar klukkustundir. Þá staðfestir Halldór að staðið hafi til að rífa togarann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Í umfjöllun Víkurfrétta frá árinu 2016 kemur fram að Orlik, sem er rússneskur togari í eigu Hringrásar, hafi legið við landfestar í Njarðvík síðan snemma árs 2014. Togarinn er jafnframt sagður „samfélagsvandamál“ en ekki fékkst leyfi til að rífa hann niður í brotajárn þar sem í honum var að finna bæði spilliefni og asbest. Þá hafi hann orðið leiksvæði ungmenna og fullorðið fólk orðið uppvíst að því að fara um borð undir áhrifum áfengis.Orlik séður úr lofti.Vísir/Vilhelm
Reykjanesbær Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira