Íslenski söfnuðurinn í Noregi kærir ekki fjárdrátt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. júlí 2019 11:30 Nordberg-kirkja í Noregi. Samsett mynd/Guðni Ölversson Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa. Noregur Trúmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hefur látið af störfum vegna trúnaðarbrests við stjórn trúfélagsins, en upp komst að hann hefði í nokkrum tilfellum misnotað greiðslukort í starfi sínu. Trúfélagið tók þá ákvörðun að kæra málið ekki til lögreglu. Formaðurinn hefur um nokkurt skeið sinnt störfum innan trúfélagsins sem almennur starfsmaður í hlutastarfi en frá áramótum var stöðugildið orðið 100%. Upp komst um fjárdráttinn þegar greiðsluseðlar greiðslukorta voru skoðaðir. Þetta staðfestir Anna Guðný Júlíusdóttir, lögmaður Íslenska safnaðarins í Noregi í samtali við fréttastofu. Anna segir að við skoðun hafi komið í ljós að 30.000 norskar krónur hafi verið teknar út án heimildar. Færslurnar hafi ekki verið margar en flestar þeirra háar í hvert skipti. Stjórn Íslenska safnaðarins tók ákvörðun um að kæra málið ekki til lögreglu og fór fram á að fráfarandi formaður mundi endurgreiða féð sem hann hefur gert. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fráfrandi formaður og stjórn ekki sammála um hvort formanninum hafi verið vikið úr starfi eða hann hafi sagt upp sjálfur. Stjórn lítur svo á að hann hafi hætt vegna málsins en í bréfi sem formaðurinn sendi samstarfsmönnum sínum, segir hann að stjórnin hafi rekið hann. Mikil ólga var innan safnaðarins á síðasta ári þegar Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, presti, var sagt upp störfum. Á aðalfundi það ár urðu töluverð átök og stóð sá fundur í fimm klukkustundir, meðal annars vegna fjárhagsmála safnaðarins. Um 6000 manns eru skráðir í trúfélagið í Noregi og greiðir norska ríkið ákveðna upphæð á mánuði fyrir hvern skráðan einstakling til Íslensku kirkjunnar í Noregi. Uppfært klukkan 16:09Jónína Margrét Arnórsdóttir, nýr formaður Íslenska safnaðarins í Noregi hafði samband við fréttastofu og vildi leiðrétta það sem fram kemur um Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, prest. Hún segir að Ragnheiði hafi ekki verið sagt upp störfum heldur að hún hafi farið í námsleyfi. Hún muni hins vegar ekki snúa aftur til starfa.
Noregur Trúmál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira