Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:45 Kínverska flugfélagið Tianjin Airlines vinnur nú í því að hefja áætlunarflug til Íslands. Epa/ROMAN PILIPEY Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34