Áttfætlan langleggur fannst óvænt í Surtsey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:45 Áttfætlan langleggur fannst í Surtsey í síðustu viku. erling ólafsson Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar. Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar.
Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira