Hvað höfum við gert? Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun