Hvað höfum við gert? Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun