Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Uppskerutímabil útiræktaðs grænmetis á Íslandi er fremur stutt. Fréttablaðið/Hari Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið. „Það er að minnsta kosti komið sýnishorn af flestu,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, um það hvernig gangi að koma sumaruppskerunni af íslensku grænmeti í verslanir. „Kartöflurnar eru komnar á fullt, má segja, og ættu að vera til í flestum búðum. Annað af þessu útiræktaða er kannski ekki alveg komið á fullan skrið enn þá en það fer að koma töluvert af spergilkáli seinni partinn í þessari viku eða í næstu viku,“ segir Guðni. Síðan muni aðrar tegundir fylgja koll af kolli.Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna.Mynd/SFG„Blómkál og kínakál verður vonandi komið á fullt um mánaðamótin og gulrætur eru aðeins byrjaðar og það ætti að bætast við með hverri viku og um miðjan ágúst ættum við að sjá töluvert af gulrótum í búðum,“ heldur Guðni áfram. Kínakál kemur reyndar oft í lok júní en það verður sennilega ekki fyrr en í ágúst núna. „Þannig að það er alveg mánuði seinna.“ Þessar tegundir verða síðan í boði fram á haust. „Blómkál og spergilkál klárast yfirleitt í október eða nóvember,“ nefnir Guðni sem dæmi. Um verðlag segir Guðni litlar breytingar vera á milli ára. „Það eru náttúrlega einhverja vísitölubreytingar,“ útskýrir hann. Ekki sé um að ræða toppa og lægðir eftir framboðinu. „Tímabilið er auðvitað mjög stutt fyrir blómkál og spergilkál og framboðið helst yfirleitt stöðugt þann tíma.“ Tíðin í sumar hefur að sögn Guðna verið hagstæð garðyrkjubændum. „Það hefur kannski vantað vætu þetta árið en þá eru menn bara að vökva á fullu. Ef menn eru í þessu þurfa þeir að vera búnir undir að vökva,“ segir hann. Uppskera ársins lítur því mjög vel út. „Flestar tegundir ættu að vera á góðu róli.“ Stórir jarðarberjaframleiðendur undir hatti Sölufélags garðyrkjumanna voru þrír en eru nú tveir eftir að gróðurhús skemmdist hjá einum þeirra í fyrravetur. Framboðið er því minna en Guðni segir það ekki valda erfiðleikum. „Það er verið að flytja inn jarðarber og þetta er bara brot af magninu og það hefur gengið vel í íslensku jarðarberjunum þetta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira