NFL-leikmaður missti höndina en er þakklátur fyrir að vera á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:00 Kendrick Norton á sjúkrahúsinu en hann missti vinstri höndina í slysinu. Skjámynd/CBS4 Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan. Bandaríkin NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan.
Bandaríkin NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga