Óvenju gott veður í júní gæti hafa stuðlað að kyrrstöðu á fasteignamarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:37 Sólin skín á húsþök í Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Vísir/vilhelm Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“ Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira