Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 12:07 Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt. Vísir/EPA Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“ Kanada Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. Talið er að málin gætu tengst en þau komu bæði upp á nokkurra daga tímabili í síðustu viku. Lögregla lýsir eftir skeggjuðum manni sem sást ræða við eitt fórnarlambanna við hraðbrautina. Málið sem farið hefur hæst í fjölmiðlum undanfarna daga er morðið á Lucas Fowler og Chynna Deese, pari á þrítugsaldri. Fowler var ástralskur en Deese bandarískur ríkisborgari. Þau kynntust á hosteli í Króatíu fyrir tveimur árum, urðu ástfangin og höfðu síðustu vikur ferðast um Kanada á húsbíl. Lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku, um 20 kílómetra suður af Liard-jarðhitasvæðinu í British Columbia. Þau eru talin hafa verið skotin til bana, að því er haft hefur verið eftir lögreglu í Ástralíu en Fowler er sonur yfirmanns hjá lögreglunni þar í landi.Í myndbandinu hér að neðan má sjá efni úr öryggismyndavélum, sem sýnir parið á ferðalagi sínu.Í fyrstu þvertók lögregla fyrir að morðið á parinu tengdist líkfundi við þjóðveginn um fimm hundruð kílómetrum sunnar á föstudag, fjórum dögum eftir morðið. Skammt frá líkinu fannst bíll tveggja unglinga, Kam McLeod og Bryer Schmegelsky, sem kveikt hafði verið í en ekkert hefur spurst til McLeod og Schmegelsky síðan. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvort unglingarnir tveir og hinn látni, sem ekki hefur verið nafngreindur, hafi þekkst eða átt í einhverjum samskiptum. Á blaðamannafundi lögreglu í gær kom svo fram að málin gætu tengst, þvert á fyrri yfirlýsingar. Lögregla birti jafnframt skissu af skeggjuðum manni sem sást ræða við Fowler við þjóðveginn í síðustu viku. Lögregla óskar eftir því að ná tali af manninum en hefur þó ekki gefið út að hann sé grunaður um aðild að málinu. Janelle Shoihet, upplýsingafulltrúi lögreglu, sagði jafnframt á blaðamannafundinum að áhyggjur íbúa á svæðinu vegna málanna tveggja hefðu fullan rétt á sér. „Það er óvenjulegt að tvær svo stórtækar rannsóknir af þessum meiði séu í gangi á sama tíma í norðurhluta B.C. [British Columbia], þannig að við viðurkennum möguleikann á því að málin geti tengst.“
Kanada Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira