Ástralir færðir fyrir fréttafólk í hlekkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 23:08 Áströlsku mennirnir tveir reyna að skýla andlitum sínum fyrir myndavélunum. skjáskot Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“ Ástralía Indónesía Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Lögreglan í Balí leiddi tvo ástralska menn, sem voru handteknir fyrir viku síðan vegna gruns um kókaín neyslu og -vörslu, fram fyrir fréttafólk og sýndi þá fyrir því. Indónesíska lögregluembættið ætlar að ákæra mennina tvo og leita nú þriðja manns sem grunaður er um sömu glæpi eftir röð eiturlyfjaleita í Canggu þorpinu, sem er vinsæll skemmtistaða bær á Balí. Mennirnir tveir, sem hafa verið nafngreindir sem William Cabantong, 35 ára, og David Ban Iersel, 38 ára, voru leiddir út af lögreglustöðinni fram fyrir fréttafólk, samhliða balískum mönnum sem grunaðir eru um fíkniefnabrot, og voru þeir með keðjur bæði um úlnliði og ökkla. Lögreglan handtók þá eftir að hafa borist ábending og segir að 1,12 grömm af kókaíni hafi fundist í vasa annars mannanna auk framleiðslubúnaðar, þar á meðal bilaðrar vigtar. Samkvæmt lögreglu keyptu mennirnir 2 grömm af efninu fyrir 26 þúsund íslenskar krónur. Tvímenningarnir hafa gengist undir yfirheyrslur og próf í marga daga í fangelsinu. Lögregla segir blóðprufu hafa flett ofan af því að bæði Cabantong og Van Iersel notuðu kókaín. Lögreglustjórinn í Denpasar, Ruddi Setiawan, sagði við fréttafólk: „Við hvetjum ferðamenn, heimamenn og útlendinga að koma hingað í frí. Ekki koma til að halda eiturlyfjapartý eða til að nota eiturlyf.“ „Við munum refsa útlendingum harðlega ef þeir veita viðnám. Við munum ekki vera miskunnsamir.“ Búist er við að mennirnir verði ákærðir fyrir brot á indónesísku lagagreininni 112, lagabálki sem fjallar um eiturlyfjavörslu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt yfir höfði sér 4 til 12 ára fangelsisvist auk sjö milljóna króna sekt. Eftir því sem best er vitað unnu bæði Cabantong og Van Iersel sem stjórnendur skemmtistaða á meðan þeir bjuggu í Ástralíu, áður en þeir ferðuðust til Balí. Indónesía er þekkt fyrir stranga eiturlyfjalöggjöf. Árið 2017, fyrirskipaði Joko Widodo, forseti landsins, lögreglunni að skjóta eiturlyfjasmyglara. Hann sagði: „Verið strangir, sérstaklega við erlenda eiturlyfjasmyglara sem koma inn í landið og streitast við handtöku. Skjótið þá vegna þess að við eigum vissulega í eiturlyfjaneyðarástandi eins og er.“
Ástralía Indónesía Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira