Kjaftaskurinn Magic Johnson reyndist örlagavaldur Lakers í eltingarleiknum við Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 10:30 Magic Johnson. Getty/Harry How Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun. Magic Johnson er svo sannarlega með muninn fyrir neðan nefið og þessi mikla goðsögn sækir alltaf í athyglina. Hver elskar heldur ekki að heyra Magic tala og hann heillar alla upp úr skónum með brosi sínu og skemmtilegri framkomu. Athyglisþörf Magic virðist hafa verið að flækjast fyrir Los Angeles Lakers í sumar í eltingarleiknum við feitasta bitann á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í körfubolta. Kawhi Leonard valdi litla liðið í Los Angeles borg frekar en hið sögufræga lið Lakers og að spila við hlið LeBron James. Nú er komið í ljós að einn af mönnunum sem gerði Lakers liðið svo sögufrægt átt mikinn þátt í því að Leonard valdi ekki Lakers og fór frekar í Los Angeles Clippers.Magic Johnson's love of oversharing reportedly hurt the Lakers' pursuit of Kawhi Leonardhttps://t.co/F6XslcGkREpic.twitter.com/32aHLYR9vM — Yahoo Sports (@YahooSports) July 23, 2019Magic Johnson elskar að tala og sumir fjölmiðlamenn nýta sér það óspart. Kawhi Leonard var mikil aðdáandi leikmannsins Magic Johnson enda er Leonard frá Kaliforníu. Það fréttist lítið að fundum Kawhi Leonard með Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Toronto Raptors, fyrir utan þá fundi þar sem Magic kom við sögu. Um leið og Kawhi Leonard var búinn að kveðja Magic þá fóru að berast fréttir af því í fjölmiðlum um það sem þeim fór á milli á þessum fundum. Kawhi Leonard var ekki ánægður með það því hann bað alla aðila um að halda því leyndu sem fram fór á fundunum. Kawhi Leonard átti meðal annars að hafa truflað Magic í kirkju og spurt hann um hitt og þetta sem snéri að utanumhaldinu hjá Lakers. Magic Johnson var forseti Lakers þar til að hann hætti skyndilega í april. Kawhi Leonard vildi samt tala við hetjuna sína enda þekkja fáir betur til hjá Los Angeles Lakers en Magic. Í stað þess að gefa stoðsendingum þá var Magic hins vegar með afdrifaríkann tapaðan bolta að þessu sinni. NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun. Magic Johnson er svo sannarlega með muninn fyrir neðan nefið og þessi mikla goðsögn sækir alltaf í athyglina. Hver elskar heldur ekki að heyra Magic tala og hann heillar alla upp úr skónum með brosi sínu og skemmtilegri framkomu. Athyglisþörf Magic virðist hafa verið að flækjast fyrir Los Angeles Lakers í sumar í eltingarleiknum við feitasta bitann á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í körfubolta. Kawhi Leonard valdi litla liðið í Los Angeles borg frekar en hið sögufræga lið Lakers og að spila við hlið LeBron James. Nú er komið í ljós að einn af mönnunum sem gerði Lakers liðið svo sögufrægt átt mikinn þátt í því að Leonard valdi ekki Lakers og fór frekar í Los Angeles Clippers.Magic Johnson's love of oversharing reportedly hurt the Lakers' pursuit of Kawhi Leonardhttps://t.co/F6XslcGkREpic.twitter.com/32aHLYR9vM — Yahoo Sports (@YahooSports) July 23, 2019Magic Johnson elskar að tala og sumir fjölmiðlamenn nýta sér það óspart. Kawhi Leonard var mikil aðdáandi leikmannsins Magic Johnson enda er Leonard frá Kaliforníu. Það fréttist lítið að fundum Kawhi Leonard með Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Toronto Raptors, fyrir utan þá fundi þar sem Magic kom við sögu. Um leið og Kawhi Leonard var búinn að kveðja Magic þá fóru að berast fréttir af því í fjölmiðlum um það sem þeim fór á milli á þessum fundum. Kawhi Leonard var ekki ánægður með það því hann bað alla aðila um að halda því leyndu sem fram fór á fundunum. Kawhi Leonard átti meðal annars að hafa truflað Magic í kirkju og spurt hann um hitt og þetta sem snéri að utanumhaldinu hjá Lakers. Magic Johnson var forseti Lakers þar til að hann hætti skyndilega í april. Kawhi Leonard vildi samt tala við hetjuna sína enda þekkja fáir betur til hjá Los Angeles Lakers en Magic. Í stað þess að gefa stoðsendingum þá var Magic hins vegar með afdrifaríkann tapaðan bolta að þessu sinni.
NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira