Rússar harma að hafa rofið lofthelgi Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:27 Rússneska vélin var af gerðinni Beriev A-50. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland. Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland.
Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47