Rússar harma að hafa rofið lofthelgi Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:27 Rússneska vélin var af gerðinni Beriev A-50. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland. Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland.
Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47