Hundruð þúsunda á vergangi vegna flóða í Bangladess Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 10:59 Hjúkrunarfræðingur hugar að manni með beinbrunasótt í höfuðborginni Dhaka. Fimm manns hafa látist af völdum sjúkdómsins þar á árinu. Vísir/EPA Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal. Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Rúmlega sextíu manns eru látnir og hátt í 800.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Bangladess. Flóðin ná yfir allt að þriðjung landsins og þau eru þau verstu í tvö ár að sögn yfirvalda þar. Ákafar monsúnrigningar síðustu tveggja vikna valda flóðunum en alls hafa þau haft áhrif á um þrjár milljónir manna. Yfirvöld hafa áhyggjur af því að þegar sjatnar í flóðunum geti hættulegir smitsjúkdómar sem berast með vatni farið á kreik. Þau róa því öllum árum að því að koma upp vatnshreinsistöðvum á flóðasvæðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áætlað er að bændur hafi tapað landbúnaðarframleiðslu að andvirði meira en fjörutíu milljóna dollara, jafnvirði um 4,9 milljarða íslenskra króna. Rauði krossinn deilir nú út matvælum, vatni og annarri aðstoð til fórnarlamba flóðanna. Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og jafnframt eitt það þéttbýlasta. Þar búa 160 milljónir manna á ósum fljóta sem renna út í Bengalflóða. Flóð og fellibylir valda reglulega usla í landinu sem gæti orðið sérstaklega illa úti þegar yfirborð sjávar hækkar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Úrkoman hefur einnig valdið aurskriðum í nágrannaríkinu Nepal sem hrifu með sér fimm hús í gær. Átta manns fórust í Gulmi-héraði í vesturhluta landsins. Fjögurra annarra er saknað og tveir eru slasaðir. Alls hafa því hundrað manns farist og þrjátíu er saknað af völdum flóðanna í Nepal.
Bangladess Loftslagsmál Tengdar fréttir Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48 Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Flóð hafa eyðilagt fjölda þorpa og þúsundir flýja heimili sín Flóð í Nepal og Indlandi hafa neytt þúsundir manna til að flýja heimilin sín og tugir hafa týnt lífi sínu nú þegar hið árlega monsún-regn stendur yfir. 14. júlí 2019 10:48
Flóð hafa hrakið milljónir frá heimilum sínum í Suður-Asíu Að minnsta kosti hundrað eru látnir í árlegum monsúnrigningum. 16. júlí 2019 10:45