Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45