Sendu heilsustykki með pöntun í yfirstærð Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2019 14:21 Fataverslunin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir uppátækið. Vísir/Getty Fataverslunin Forever 21 hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að gefa heilsustykki frá Atkins með pöntunum fyrirtækisins. Konur sem höfðu verslað föt í svokölluðum „yfirstærðum“ frá fyrirtækinu vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Hvað eruð þið að reyna að segja mér Forever 21? Að ég sé feit, eigi að grennast? Sendið þið þetta líka til þeirra sem eru ekki í yfirstærð?“ skrifar einn ósáttur viðskiptavinur á Twitter. Hún hafði ákveðið að panta sér föt frá versluninni eftir að hafa farið úr stærð 24 niður í 18.I went from a size 24 to 18, still a plus size girl, so I ordered jeans from @Forever21 Opened the package, when I looked inside I see this Atkins bar. What are you trying to Tell me Forever 21, I’m FAT, LOSE WEIGHT? do you give these to NON-PLUS SIZE WOMEN as well? pic.twitter.com/ds8kUTs7T7 — MissGG (@MissGirlGames) July 19, 2019 Forever 21 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og beðist afsökunar. Þau segjast hafa sent slík heilsustykki með öllum pöntunum, ekki einungis þeim sem voru í yfirstærð. Heilsustykkin höfðu verið hugsuð sem óvæntur glaðningur til viðskiptavina. „Gjöfin sem um ræðir fylgdi með öllum pöntunum, óháð stærðum og tegundum, í stuttan tíma og hefur nú verið fjarlægð,“ segir í yfirlýsingunni. Þau segjast harma það ef einhverjir móðguðust vegna þessa. Svör fyrirtækisins hafa ekki fullnægt öllum og segja margir gjöfina vera óviðeigandi, sama hvort hún hafi verið send á alla eða einungis afmarkaðan hóp. Samantha Puc, ritstjóri, segir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sendi hættuleg skilaboð til viðskiptavina fyrirtækisins. „Það er greinilegt að Forever 21 sendir Atkins-stykki með öllum pöntunum sínum sem sendir gríðarlega hættuleg skilaboð til allra viðskiptavina þeirra. Það er ekki einungis fitusmánun heldur gæti einnig ýtt undir átröskunareinkenni fólks af öllum stærðum. Þetta er jafn hættulegt og þetta er óviðeigandi,“ skrifar Puc.Apparently @Forever21 sends out Atkins bars with all of its orders, which sends a wildly dangerous message to ALL of its customers. Not only is it fatshaming, it could also trigger people of all sizes who have EDs. This is as dangerous as it is inappropriate. https://t.co/gPfr3jMUK4 — Samantha Puc (@theverbalthing) July 23, 2019 Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fataverslunin Forever 21 hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að gefa heilsustykki frá Atkins með pöntunum fyrirtækisins. Konur sem höfðu verslað föt í svokölluðum „yfirstærðum“ frá fyrirtækinu vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Hvað eruð þið að reyna að segja mér Forever 21? Að ég sé feit, eigi að grennast? Sendið þið þetta líka til þeirra sem eru ekki í yfirstærð?“ skrifar einn ósáttur viðskiptavinur á Twitter. Hún hafði ákveðið að panta sér föt frá versluninni eftir að hafa farið úr stærð 24 niður í 18.I went from a size 24 to 18, still a plus size girl, so I ordered jeans from @Forever21 Opened the package, when I looked inside I see this Atkins bar. What are you trying to Tell me Forever 21, I’m FAT, LOSE WEIGHT? do you give these to NON-PLUS SIZE WOMEN as well? pic.twitter.com/ds8kUTs7T7 — MissGG (@MissGirlGames) July 19, 2019 Forever 21 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og beðist afsökunar. Þau segjast hafa sent slík heilsustykki með öllum pöntunum, ekki einungis þeim sem voru í yfirstærð. Heilsustykkin höfðu verið hugsuð sem óvæntur glaðningur til viðskiptavina. „Gjöfin sem um ræðir fylgdi með öllum pöntunum, óháð stærðum og tegundum, í stuttan tíma og hefur nú verið fjarlægð,“ segir í yfirlýsingunni. Þau segjast harma það ef einhverjir móðguðust vegna þessa. Svör fyrirtækisins hafa ekki fullnægt öllum og segja margir gjöfina vera óviðeigandi, sama hvort hún hafi verið send á alla eða einungis afmarkaðan hóp. Samantha Puc, ritstjóri, segir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sendi hættuleg skilaboð til viðskiptavina fyrirtækisins. „Það er greinilegt að Forever 21 sendir Atkins-stykki með öllum pöntunum sínum sem sendir gríðarlega hættuleg skilaboð til allra viðskiptavina þeirra. Það er ekki einungis fitusmánun heldur gæti einnig ýtt undir átröskunareinkenni fólks af öllum stærðum. Þetta er jafn hættulegt og þetta er óviðeigandi,“ skrifar Puc.Apparently @Forever21 sends out Atkins bars with all of its orders, which sends a wildly dangerous message to ALL of its customers. Not only is it fatshaming, it could also trigger people of all sizes who have EDs. This is as dangerous as it is inappropriate. https://t.co/gPfr3jMUK4 — Samantha Puc (@theverbalthing) July 23, 2019
Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira