Ríkisútvarpið sagði frá ráðningu Rannveigar og Unnar í gærkvöldi. Ekki hefur verið tilkynnt um ráðningu þeirra á vefsíðu stjórnarráðsins eða Seðlabankans.
Störf núverandi aðstoðarseðlabankastjóra verður lagt niður þegar ný lög um bankann taka gildi um áramótin. Rannveig er sögð eiga að taka við stöðu varaseðlabankastjóra sem leiðir peningastefnu bankans. Unnur eigi að leiða málefni fjármálaeftirlits þegar Fjármálaeftirlitið sameinast bankanum.
Þriðja varaseðlabankastjórastaðan varðar fjármálastöðugleika. Skipað er í embættin til fimm ára í senn.
