„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 11:00 Gunnar Smári, Björn Leví og Bubbi Morthens eru á meðal þeirra sem hafa sett spurningarmerki við ráðningu Ásgeirs Jónssonar. Vísir Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ráðningu er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir augljóst, sama hversu ósanngjarnt það getur talist, að Ásgeir sé með óuppgerða fortíð varðandi traust og trúverðugleika en Björn segir markmið stjórnvalda einmitt að auka traust og trúverðugleika. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Þar var Ásgeir Jónsson mættur ásamt Ingólfi Bender til að ræða hagnað bankanna á fyrsta ársfjórðungi 2008. Sölvi Tryggvason var spyrill en hann sagði orðið á götunni hafa verið að bankarnir væru nánast gjaldþrota en síðan hafi þeir skilað blússandi hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins. Ásgeir sagði að það væri „hystería í gangi“ þegar hann kom inn á umræðu þess efnis að bjarga þyrfti bönkunum þremur. Ásgeir tók fram að niðursveiflan á Íslandi væri ekki komin fram á þessum tímapunkti en eftir sem áður gengi bönkunum alveg þokkalega.Björn Leví segir í samtali við Vísi að þessi ummæli Ásgeirs séu á meðal óuppgerðri fortíð hans sem ekki hafi verið gerð nægjanlega vel upp. „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun. Þetta var mjög röng spá þegar þau orð eru skoðuð í baksýnisspeglinum. Fyrir mér var það persónulega frekar einkennandi fyrir hrunið, þeir sem viðhéldu tálsýninni um það hvert hagkerfið væri að fara. Ásgeir var mikill talsmaður þess og einn af þeim sem viðhélt þeirri tálsýn. Þetta er ábyrgð sem ekki hefur verið staðið undir eins og ég horfi á það,“ segir Björn. Þess vegna segist Björn klóra sér í höfðinu vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem hafi það að markmiði að efla traust og trúverðugleika.Ásgeir Jónsson, nýráðinn Seðlabankastjóri.VísirHæfisnefnd um starf seðlabankastjóra mat fjóra umsækjendur mjög hæfa í starfið, en það voru þeir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson. Björn Leví segist spyrja sig hvort að fortíð Ásgeirs hefði átt að vera hluti af hæfniskröfunum ef að markmiðið er að auka traust og trúverðugleika. Á það hefur verið bent á samfélagsmiðlum að þeir sem helst fagna ráðningu Ásgeirs séu þeir sem aðhyllist frjálshyggju en almannatengillinn Andrés Jónsson vill meina að Ásgeir sé blautur draumur frjálshyggjumanna.Hann er blautur draumur frjálshyggjugaursins í þessum stól. Nú hlýtur að styttast í að Jónas Fr. Jónsson taki aftur við fjármálaeftirliti á Íslandi.— Andres Jonsson (@andresjons) July 24, 2019 Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir Ásgeir vel að þessu komin en spyr sig hvað ætli sé langt í að skipan Ásgeirs verði kölluð stríðsyfirlýsing, og vísar þar til ummæla verkalýðsforingja sem hafa ekki verið sparir á að grípa til þeirrar samlíkingar undanfarna mánuði.Ásgeir er vel að þessu kominn. Hvað ætli sé langt í að þessi skipan verði kölluð stríðsyfirlýsing?https://t.co/WzLVnXDNMZ— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 24, 2019 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, sagðist í morgun hafa vaknað enn hneykslaðri en hann varð þegar hann frétti af ráðningunni i gær. Vill Gunnar Smári meina að öll þau fræði sem Ásgeir stendur fyrir hafi orðið úrelt við hrunið og kallar eftir því að einhver flokkur lofi því fyrir næstu kosningar að koma Ásgeiri og nýfrjálshyggjunni út úr Seðlabankanum. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir ummæli Ásgeirs um ástand mála árið 2008 allt annað en traustvekjandi. Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa ráðningu er Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir augljóst, sama hversu ósanngjarnt það getur talist, að Ásgeir sé með óuppgerða fortíð varðandi traust og trúverðugleika en Björn segir markmið stjórnvalda einmitt að auka traust og trúverðugleika. Ásgeir var á árunum fyrir hrun forstöðumaður greiningardeildar og aðalhagfræðingur Kaupþings. Eftir að tilkynnt var um ráðningu hans í stól Seðlabankastjóra hafa ummæli hans í Íslandi í dag frá því í maí árið 2008, nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið, verið rifjuð upp. Þar var Ásgeir Jónsson mættur ásamt Ingólfi Bender til að ræða hagnað bankanna á fyrsta ársfjórðungi 2008. Sölvi Tryggvason var spyrill en hann sagði orðið á götunni hafa verið að bankarnir væru nánast gjaldþrota en síðan hafi þeir skilað blússandi hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins. Ásgeir sagði að það væri „hystería í gangi“ þegar hann kom inn á umræðu þess efnis að bjarga þyrfti bönkunum þremur. Ásgeir tók fram að niðursveiflan á Íslandi væri ekki komin fram á þessum tímapunkti en eftir sem áður gengi bönkunum alveg þokkalega.Björn Leví segir í samtali við Vísi að þessi ummæli Ásgeirs séu á meðal óuppgerðri fortíð hans sem ekki hafi verið gerð nægjanlega vel upp. „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun. Þetta var mjög röng spá þegar þau orð eru skoðuð í baksýnisspeglinum. Fyrir mér var það persónulega frekar einkennandi fyrir hrunið, þeir sem viðhéldu tálsýninni um það hvert hagkerfið væri að fara. Ásgeir var mikill talsmaður þess og einn af þeim sem viðhélt þeirri tálsýn. Þetta er ábyrgð sem ekki hefur verið staðið undir eins og ég horfi á það,“ segir Björn. Þess vegna segist Björn klóra sér í höfðinu vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem hafi það að markmiði að efla traust og trúverðugleika.Ásgeir Jónsson, nýráðinn Seðlabankastjóri.VísirHæfisnefnd um starf seðlabankastjóra mat fjóra umsækjendur mjög hæfa í starfið, en það voru þeir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, Jón Daníelsson, prófessor við LSE í London, Arnór Sighvatsson, ráðgjafi seðlabankastjóra og fyrrverandi aðalhagfræðingur og aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson. Björn Leví segist spyrja sig hvort að fortíð Ásgeirs hefði átt að vera hluti af hæfniskröfunum ef að markmiðið er að auka traust og trúverðugleika. Á það hefur verið bent á samfélagsmiðlum að þeir sem helst fagna ráðningu Ásgeirs séu þeir sem aðhyllist frjálshyggju en almannatengillinn Andrés Jónsson vill meina að Ásgeir sé blautur draumur frjálshyggjumanna.Hann er blautur draumur frjálshyggjugaursins í þessum stól. Nú hlýtur að styttast í að Jónas Fr. Jónsson taki aftur við fjármálaeftirliti á Íslandi.— Andres Jonsson (@andresjons) July 24, 2019 Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir Ásgeir vel að þessu komin en spyr sig hvað ætli sé langt í að skipan Ásgeirs verði kölluð stríðsyfirlýsing, og vísar þar til ummæla verkalýðsforingja sem hafa ekki verið sparir á að grípa til þeirrar samlíkingar undanfarna mánuði.Ásgeir er vel að þessu kominn. Hvað ætli sé langt í að þessi skipan verði kölluð stríðsyfirlýsing?https://t.co/WzLVnXDNMZ— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 24, 2019 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, sagðist í morgun hafa vaknað enn hneykslaðri en hann varð þegar hann frétti af ráðningunni i gær. Vill Gunnar Smári meina að öll þau fræði sem Ásgeir stendur fyrir hafi orðið úrelt við hrunið og kallar eftir því að einhver flokkur lofi því fyrir næstu kosningar að koma Ásgeiri og nýfrjálshyggjunni út úr Seðlabankanum. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir ummæli Ásgeirs um ástand mála árið 2008 allt annað en traustvekjandi.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10 Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ásgeir Jónsson nýr seðlabankastjóri Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, mun taka við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. 24. júlí 2019 16:10
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10