27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2019 20:00 Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira