Fjórða iðnbyltingin breytir baráttu verkalýðshreyfingar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. FBL/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bindur miklar vonir við störf framtíðarnefndar og segir að félagið ætli að verða leiðandi þegar kemur að umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna. Þessi vinna muni skila sér í kröfugerðir félagsins en einnig vonast hann eftir breiðu samstarfi verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og hins opinbera til að takast á við hið risastóra verkefni. Ragnar segir að umræðan um sjálfvirknivæðinguna haf i staðið yfir í félaginu um nokkurn tíma. Sjálfur hefur hann skoðað hátæknivöruhús í Finnlandi þar sem störfum hefur fækkað úr 1.500 niður í 750 vegna tilkomu róbóta. Að sama skapi hafi störfin breyst og ný hálaunastörf skapast. Hér á Íslandi er Innnes að reisa hátæknivöruhús við Sundahöfn að þessari fyrirmynd. „Okkar ætlun er að vera í forystuhlutverki. Til þess að geta haft áhrif þurfum við að taka þátt í þessari þróun í stað þess að ala á ótta við breytingar sem við höfum ekki stjórn á,“ segir Ragnar. Ragnar segir þetta vera stærsta málið sem verkalýðshreyfingin standi frammi fyrir og að barátta næstu ára muni taka mið af því.Sjá einnig: Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum „Við munum taka vinnu þessarar nefndar og koma henni á framfæri innan Alþýðusambandsins og opinbera geirans. Við þurfum líka að fá sem flesta að þessu því þetta snertir svo margar starfsgreinar. Verkalýðshreyfingin má ekki sitja eftir sem áhorfandi.“ Ef atvinnuleysi mun aukast verulega eins og svörtustu spár gefa til kynna, þá mun álagið á grunnþjónustuna vaxa í takti við það. Ragnar segir þess vegna mikilvægt að hið opinbera sé aðili að samtalinu. Nú þegar er til framtíðarnefnd ríkisstjórnarinnar en grunninn fyrir hið breiða samtal allra aðila skorti. „Ef atvinnuleysið verður svona mikið þá verður að fara að taka umræðuna um borgaralaun og hvernig við bregðumst við. Hugsanlega með því að skattleggja tækni,“ segir Ragnar. Ein af áskorununum er að endurmennta fjölda fólks og Ragnar segir að VR sé þegar byrjað á þeirri vinnu. „Síðasta vor komum við á fót fagháskólanámi í verslunarstjórnun og verslun með breytingar á til dæmis dagvörumarkaði í huga,“ segir Ragnar. „Það er samstarfsverkefni VR, Samtaka verslunar og þjónustu og menntamálaráðuneytisins. Rafiðnaðarmenn hafa einnig komið skóla á fót. Það er samt ljóst að það er mikið verk óunnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. 24. júlí 2019 07:00