Hver er Boris? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun