Erlendur ferðamaður segir hátt í átta menn hafa ráðist á sig á Laugavegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 08:28 Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. FBL/Anton brink Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira