Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 00:00 Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira