Þrír teknir af lífi í Barein eftir óréttlát réttarhöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2019 22:05 Mótmælendur halda uppi myndum af Ali Abdulghani, 18 ára gömlum stráki sem dó vegna sára sinna sem hann hlaut þegar lögregla réðst gegn mótmælendum í Barein. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Sayed Baqer AlKamel Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga. Barein Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga.
Barein Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira