Segir að svæsnustu brotin á vinnumarkaði séu í ferðaþjónustunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 12:30 Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42