Segir að svæsnustu brotin á vinnumarkaði séu í ferðaþjónustunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 12:30 Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forseti ASÍ segir að svæsnustu brot sem verkalýðshreyfingar sjá á vinnumarkaði sé að finna í ferðaþjónustunni. Hún gagnrýnir hve litla aðkomu verkalýðshreyfingarnar hafi að stefnumótun í ferðaþjónustu í ljósi fjölda brota. Í þættinum Sprengisandi í morgun gagnrýndi forseti ASÍ að verkalýðshreyfingin og fulltrúar vinnandi fólks hafi ekki komið að borðinu við myndun stefnumótunar í ferðaþjónustunni. „Það að fara í stefnumótun í ferðaþjónustu án þess að taka tillit til vinnandi fólks er ekki hægt,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ. Hún segir mikinn tíma fara í að verja réttindi vinnandi fólks í ferðaþjónustunni. „Og i rauninni öll þau svæsnustu brot sem við sjáum á vinnumarkaði kristallast í ferðaþjónustunni,“ sagði Drífa. Hún segir að dæmi um brot séu sjálfboðavinna og misreiknuð laun. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir með Drífu að slík brot eigi ekki að líðast en veltir fyrir sér hvort það sé rétt að brotin séu flest í ferðaþjónustunni. „Ferðaþjónustunni hefur verið stillt upp þannig að það sé þar sem að veigamestu brotin eiga sér stað. Ég veit ekkert hvort að sé rétt í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Við vitum að það eru brot á alls konar vinnulöggjöf á samningum í öllum atvinnugreinum, en er það endilega mest í ferðaþjónustu? Getur þú staðfest það?“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Já, ég get staðfest það,“ sagði Drífa. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þá tölfræði, samanburð á milli atvinnugreina,“ sagði Bjarnheiður. Þá segir Drifa að ekki hafi verið hlustað á fulltrúa vinnandi fólks. „Við höfum ekki fengið þá áheyrn sem okkur finnst við eigum að fá, þegar við erum að lýsa yfir áhyggjum af starfsfólki í ferðaþjónustu,“ sagði Drífa. „Við höfum vissulega veitt ykkur áheyrn og erum alltaf tilbúin til samstarfs og samvinnu eins og ég hef þegar sagt og við höfum þegar tekið upp samstarf og samvinnu við stéttarfélögin þannig að það stendur ekki á okkur og þetta eru algjörlega okkar hagsmunir líka að uppræta brot og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu,“ sagði Bjarnheiður.Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Einhvers konar met í afneitun“ að móta stefnu í ferðaþjónustu án tillits til vinnandi fólks Forseti ASÍ segir meira en 70% af tíma verkalýðshreyfingarinnar sé varið í að leysa úr málum innan ferðaþjónustunnar. 24. júlí 2019 14:42